Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar þar sem finna má áhugaverðar fréttir í bland við mannlíf, menningu og íþróttir.

Meðal efnis:

*Tryggvi Kristjánsson er einn eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Bjargs á Akureyri. Tryggvi hefur áralanga reynslu af þjálfun og heilsufræðum og starfar sem þjálfari á Bjargi auk þess að sjá um reksturinn. Hann segir mikilvægt fyrir líkamlega og andlega heilsu fólks að ræktin geti haft opið eftir langa pásu. Vikublaðið tók Tryggva tali og ræddi við hann mikilvægi hreyfingar, hollt matarræði og góða lýðheilsu almennt.

*Til stendur að stofna rafíþróttadeild á Húsavík innan skamms. Það eru þau Sigríður Hauksdóttir, Eysteinn Kristjánsson, Halldór Jón Gíslason og Hjálmar Bogi Hafliðason sem leiða vinnuna á bak við þessar hugmyndir. Tölvuleikir hafa þróast mikið á undanförnum árum og fengið aukið vægi sem frásagnarform.

*Búið er að fullbólusetja 127 starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) eða um 19% allra starfsmanna. 26 starfsmenn til viðbótar hafa hafið bólusetningu en eiga seinni sprautuna eftir. Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóru hjúkrunar, bráða-og þróunarsviðs SAk, segir bóluefnið hafa borist hægar til þeirra en vonir stóðu til.

*Agnes Ýr Guðmundsdóttir er fædd og uppalin á Húsavík. Eftir nám í ítölsku og iðnhönnun fór hún til Barselóna og lærði arkítektúr og starfaði í kjölfarið með Richard Rogers teyminu frá UK. Agnes er Norðlendingur vikunnar og situr fyrir svörum.

*Við val á íþróttafólki ársins á Akureyri á dögunum voru jafnframt kynntar heiðursviðurkenningar sem frístundaráð Akureyrar veitti þremur einstaklingum fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta á Akureyri.

Stefán Þór Sæmundsson heldur um áskorandapennan og skrifar áhugaverðan pistil og Inga Dagný Eydal sér um bakþankaskrif vikunnar.

*Sportið er á sínum stað þar sem m.a. er fjallað um handbolta og körfubolta.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.

Nýjast