13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Verkefnið Glæðum Grímsey framlengt um tvö ár
Stjórnvöld í gegnum Byggðastofnun hafa samþykkt framlengingu um tvö ár á verkefninu Glæðum Grímsey eða út árið 2022. Verkefnið gengur út á að styðja við verkefni með styrkjum sem eru til þess fallin að styrkja byggðina í Grímsey. Byggðastofnun leggur til 7 milljónir í styrki.
Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar og Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi héldu á íbúafund í Grímsey á dögunum og tilkynntu eyjaskeggjum þessi góðu tíðindi. Eftir að fundi um Glæðum Grímsey verkefnið lauk hófst hverfisráðsfundur þar sem kosið var í nýja stjórn ásamt því að Grímseyingar lögðu til við bæjarstjórn að reglur um gæludýrahald í eynni yrði endurskoðað.