Verðlaunahönnuður í Borgarhóli

Railis Kotlevs, maðurinn á bak við Railis Design. Mynd/epe
Railis Kotlevs, maðurinn á bak við Railis Design. Mynd/epe

Railis Kotlevs er ungur listamaður frá Lettlandi sem hefur brennandi ástríðu fyrir grafískri hönnun. Hann er sestur að í hinu sögufræga húsi Borgarhóli á Húsavík ásamt konu sinni Aija Kotleva. Úr skúrnum í Borgarhóli rekur hann fyrirtæki sitt Railis Design sem sérhæfir sig í hönnun á hágæða húsgögnum. Innblástur sækir Railis m.a. í íslenska náttúru en gripirnir eru handsmíðaðir í Lettlandi og Portúgal.

Nýverið hlaut Railis Design gullverðlaun A‘ Design Award & Competition árið 2018 í flokknum „hönnun húsgagna, skrautmuna og húsbúnaðar“, fyrir skenkinn/borðstofukápinn; Silenus.
A‘ Design Award & Competition er stærsta hönnunarsamkeppni heims, með sjálfstæðri, alþjóðlegri dómnefnd, sem veitir verðlaun fyrir bestu hönnun og vörur.

Blaðamaður Skarps heimsótti Railis á dögunum og ræddi við hann um fyrirtækið, viðurkenningarnar og um lífið á Húsavík. Viðtalið mun birtast í prentútgáfu Skarps n.k. fimmtudag.

Borðstofuskápurinn Silenius sem Railis Design hlaut verðlaunin fyrir.

Nýjast