Tilraunaverkefni um þjónustusamning við Kisukot í farvatninu
Umhverfis- og mannvirkjaráð hefur falið sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs, í samráði við bæjarlögmann, að gera drög að tilraunaverkefni um þjónustusamning við Kisukot, tímabundið til eins árs og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Málefni Kisukots hafa verið til umræðu á Akureyri um all langt skeið, en Ragnheiður Gunnarsdóttir hefur rekið starfsemina á eigin vegum og án þátttöku bæjarins. Bæjarráð Akureyrar samþykkti í byrjun nóvember árið 2023 að hefja samningaviðræður við Kisukot sem miðuðu að því að starfseminni yrði komið fyrir í húsnæði sem uppfyllt þau skilyrði að fá starfsleyfi.