Þriðjudagsfyrirlestur: Kateryna Ilchenko

Kateryna Ilchenko
Kateryna Ilchenko

Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17-17.40 heldur úkraínska listakonan Kateryna Ilchenko Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni The Executed Renaissance of Ukraine.

Í fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, mun hún fjalla um úkraínskt listafólk sem var uppi á árunum 1920-1930 og beitt grimmilegri kúgun af hendi Sovétríkjanna. Ógnarstjórnin þaggaði niður í listafólkinu með hótunum, ofbeldi og morðum og raddir þeirra voru þurrkaðar út. Saga þessa fólks má ekki gleymast því sagan endurtekur sig. Hvað segja raddir látinna listamanna okkur? Hvað áttu þær eftir að segja okkur?

Kateryna Ilchenko lærði stafræna list í Kyiv og fyrir innrás Rússa í Úkraínu vann hún við listkennslu barna, myndskreytingar og hönnun. Hún skrifar einnig bækur og ljóð.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Gilfélagsins. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru Þórgunnur Þórsdóttir, listakona, Angelika Haak, myndlistarkona, Brynja Baldursdóttir, myndlistarkona, auk fulltrúa Myndlistarfélagsins.

 

Nýjast