Dagskráin 19. febrúar - 26. febrúar Tbl 7
Vefir Akureyrar í nýtt útlit
Akureyrarbær samdi við Stefnu hugbúnaðarhús á Akureyri í júní um að fyrirtækið setti upp heimasíður bæjarins í Moya-vefumsjónarkerfinu. Um leið var sagt upp samningum við Hugsmiðjuna sem hefur þjónað vefmálum bæjarins í bráðum áratug. Allar síður bæjarins voru opnaðar í nýju útliti í dag.
Ragnar Hólm Ragnarsson, vefstjóri Akureyrarbæjar, segist vera mjög ánægður með útkomuna. Við höfum vonandi náð að einfalda aðgengi að öllum helstu upplýsingum og þjónustuþáttum. Akureyri.is er skipt upp í þrjá megin hluta, þjónustu, stjórnkerfið og íbúagátt en íbúagáttin er nýjung þar sem er að finna ýmsar umsóknir og auglýsingar sem lúta að þjónustu bæjarins. Og svo má þess geta að á afþreyingar- og ferðamannavefnum visitakureyri.is hafa verið settar upp nýjar síður með upplýsingum um ráðstefnubæinn Akureyri en möguleikar til ráðstefnuhalds hér í bæ hafa auðvitað aukist verulega með tilkomu Hofs og stórbættri aðstöðu í háskólanum, segir Ragnar.