13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Vatnsbrunnur í minningu Nunna Konn
Það er ósk afkomenda að brunnurinn, sem er við 7. holu, nýtist golfiðkendum og öðrum gestum vallarins vel.
Föstudaginn 26. júní voru 100 ár liðin frá fæðingu Gunnars Konráðssonar eða Nunna Konn eins og hann var jafnan kallaður. Gunnar og kona hans, Stella Stefánsdóttir, bjuggu lengst af í Búðargilinu (Lækjargötu) á Akureyri og eignuðust þau 14 börn. Afkomendur þeirra eru fjölmargir og kom hluti þeirra saman í tilefni dagsins og gerði sér glaðan dag. Þau slógu m.a. upp golfmóti Nunna Konn og að því loknu færðu þau Golfklúbbi Akureyrar vatnsbrunn í minningu Nunna en hann stundaði golf í 50 ár og var um árabil í hópi fremstu golfleikara landsins.