Umferðaröryggisaðgerðir í Oddeyrargötu

Oddeyrargata. Mynd/Akureyri.is
Oddeyrargata. Mynd/Akureyri.is

Starfsfólk Akureyrarbæjar hefur að undanförnu fengið ábendingar um að bílaumferð og hraði í Oddeyrargötu hafi aukist en eflaust spilar þar inn í að Kaupvangsstræti hefur reglulega verið lokað í vor vegna framkvæmda. Margt bendir hins vegar til þess að umferðarhraði í Oddeyrargötu sé of mikill og kalli á viðbrögð, en löglegur hámarkshraði þar er 30km/klst. Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar.

Hraðamælingar voru í gangi síðastliðna viku og verða niðurstöður bornar saman við fyrri mælingar. Færanleg hraðahindrun hefur verið sett í götuna og er önnur á leiðinni. Skilti með upplýsingum um hámarkshraða hefur verið bætt við og verður hámarkshraðinn jafnframt málaður í götuna á næstunni. Einnig á að skerpa á máluðum bílastæðalínum.

 

 

Nýjast