Tvær heilsugæslustöðvar en skoða hvort hyggilegt að bjóða rekstur annarar út

Nýja heilsugæslustöðin í Sunnuhlíð verður tekin í notkun í janúar.
Nýja heilsugæslustöðin í Sunnuhlíð verður tekin í notkun í janúar.

Heilsugæslustöðin Sunnuhlíð verður tilbúin um áramótin og stefnt er að því að mest öll klínísk þjónusta HSN á Akureyri flytji þangað í janúar og heilsugæslustöðinni í Hafnarstræti verði lokað á sama tíma. 

Heilbrigðisstofnun Norðurlands og heilbrigðisráðuneytið hafa birt tilkynningu þar sem áréttað er, vegna frétta undanfarna daga, að stefnt sé að því að taka í notkun tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri.

Auk starfsaðstöðu í Sunnuhlíð leigir HSN tímabundið húsnæði fyrir heimahjúkrun í Skarðshlíð og sálfélagslega þjónustu og stoðþjónustu á Hvannavöllum 14.

Unnið er að samningum um byggingu annarrar heilsugæslustöðvar við Þórunnarstræti á svokölluðum tjaldsvæðisreit. Stefnt er að því að hún taki til starfa á árinu 2026. Komið hefur í ljós áhugi á fjölbreyttara rekstrarformi í heilsugæsluþjónustu á Norðurlandi. Heilbrigðisstofnun Norðurlands og heilbrigðisráðuneytið munu sameiginlega gera greiningu á því hvort hyggilegt sé að stofnunin reki báðar stöðvarnar eða hvort rekstur annarrar þeirra verði boðin út.

Nýjast