Tíu á Sjúkrahúsinu á Akureyri með kórónuveirusmit

Lykilatriðið fyrir utan góðar smitvarnir er góð samvinna bæði innan og milli deilda þar sem góður li…
Lykilatriðið fyrir utan góðar smitvarnir er góð samvinna bæði innan og milli deilda þar sem góður liðsandi er ekki sjálfsagður heldur er hann skapaður af þeim sem hópinn mynda.

Alls liggja nú tíu Covid-19 smitaðir sjúklingar inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri.  Mikill fjöldi smita er á Akureyri um þessar mundir. Veikindafjarvera 50 til 60 starfsmanna SAk hefur í för með sér að talsverð áskorun er að manna deildir spítalans.

"Samstaða starfsfólks er aðdáðunarverð, og hefur sýnt sig hverju samvinna, fagmennska, dugnaður og metnaður getur áorkað. Starfsfólk hefur flust á milli deilda þar sem þörf er á og hefur það gengið ótrúlega vel miðað við aðstæður. Lykilatriðið fyrir utan góðar smitvarnir er góð samvinna bæði innan og milli deilda þar sem góður liðsandi er ekki sjálfsagður heldur er hann skapaður af þeim sem hópinn mynda," segir í frétt frá viðbragðsstjórn SAk á vefsíðu sjúkrahússins.  

Nýjast