Til hamingju með Afmælið Völsungur

Afmæliskakan. Mynd/Friðgeir Bergsteinsson
Afmæliskakan. Mynd/Friðgeir Bergsteinsson

Íþróttafélagið Völsungur heldur upp á 90 ára afmæli sitt í dag. Í tilefni afmælisins verður haldin afmælissýning í Menningarmiðstöð Þingeyinga (Safnahúsinu). Sýningin verður opnuð kl. 17:00.

Afmaæli Völsungs

Þema sýningarinnar er Völsungur og samfélagið þar sem skoðað er hvernig samfélagið mótar íþróttafélag og hvernig íþróttafélag mótar samfélag. Sýningarstjóri er Röðull Reyr Kárason. „Ég hef reynt að leggja áherslu á upphafið og þann rauða þráð sem þá varð til, þ.e. áherslan á öflugt félagsstarf og tengingu Völsungs við samfélagið,“ segir Röðull

Í dag er jafnframt borið í hús á Húsavík afmælisrit Völsungs. Um er að ræða veglegt rit þar sem litið er yfir farinn veg og viðtöl birt við áhrifamiklar persónur í sögu félagsins.

Blaðamaður Skarps leit við vallarhúsinu í morgun þar sem boðið var upp á  upp á köku og kaffi í tilefni dagsins. Þar var margt um Völsunga, bæði unga og gömla sem gæddu sér á veitingunum og rifjuðu upp gamla tíma og nýja. Húsið opnaði laust fyrir tíu og stendur opið eins lengi og þurfa þykir.

Afmæli Völsungs

Afmæli Völsungs

Afmæli Völsungs

 

 

Nýjast