20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts styrkir Mótorhjólasafn Íslands um eina milljón króna.
Á heimasíðu klúbbsins segir að Tíunni hefi gengið vel undanfarið að safna fyrir klúbbinn, bingó, happdrætti, auglýsingatekjur og margt fleira gera það að verkum að við hægt sé að styðja vel við safnið.
,,Söfn hafa ekki komið vel undan síðustu Covid ár og hafa tekjur þeirra minnkað verulega , við vonum sannarlega að þetta hjálpi til því okkur þykir óskaplega vænt um safnið okkar.“ Segir á heimasíðu klúbbsins.
Tían býður til páskaeggjaleitar fyrir börnin
Tían stendur svo fyrir páskaeggjaleit á Mótorhjólasafninu i dag og bjóða einnig uppá heitt kakó að leit lokinni. Safnið er opið milli kl 13 tl 16 í dag lagardag og er kjörið fyrir fullorðna að skoða safnið meðan krakkarnir leita.
Frítt er fyrir félagsmenn Tíunnar eins og alltaf, en frjáls framlög vel þegin. Frítt fyrir börn en aðgangseyrir er kr. 1500 aðra