Þrír leikskólar til viðbótar orðnir Réttindaleikskólar

Mynd/Akureyri.is
Mynd/Akureyri.is

Á heimasíðu Akureyrarbæjar er greint frá því að Réttindaskólaverkefnið haldi áfram að blómstra á Akureyri. 

Á föstudag í síðustu viku hlutu þrír leikskólar, Krógaból, Kiðagil og Hulduheimar viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF.

Mikil hátíðarhöld voru í leikskólunum þar sem börnin sungu, tóku á móti viðurkenningum, gæddu sér á ljúffengum veitingum og nutu sín í gleðinni eftir að Sigyn Blöndal, Réttindaskólastjóri UNICEF hafði afhent réttindaráðum skólanna viðurkenningu, fána og litabækur.

Í heildina hafa nú fimm leikskólar og tveir grunnskólar Akureyrarbæjar hlotið viðurkenningu sem Réttindaskólar og því ber að fagna í barnvænu sveitarfélagi.

Réttindaskólar

Þeir leikskólar sem taka þátt í verkefninu leggja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til grundvallar í öllu sínu starfi, þ.e. skipulagningu, stefnumótun og starfsháttum. Markmiðið er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi sem styður við réttindi barna, þar sem lögð er áhersla á aukna þekkingu starfsfólks og barna á réttindum barna og tækifæri til raunverulegrar þátttöku barnanna í ákvarðanatöku í málefnum er snúa að þeim.

Lesa má nánar um Réttindaskólaverkefni UNICEF hér og leikskólaangann af því hér.


Athugasemdir

Nýjast