Þingeyjarsveit - Vilji til endurskoðunar gjaldskrár verði af þjóðarsátt
„Eitt stærsta hagsmunamál fyrir heimilin í landinu er verðstöðugleiki. Lækkun verðbólgu, stýrivaxta og ekki síður langtímavaxta skiptir miklu máli fyrir fjárhagslega afkomu fólks, fyrirtækja og sveitarfélaga,“ segir í bókun byggðaráðs Þingeyjarsveitar. Byggðarráð styður þær fyrirætlanir að lögð sé áhersla á langtímakjarasamninga með verðstöðugleika til lengri tíma að leiðarljósi. |