Þátttaka fór fram úr björtustu vonum

Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir bókavörður, Hildur Lena Jónsdóttir vinningshafi og Sigrún Björg Aðalg…
Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir bókavörður, Hildur Lena Jónsdóttir vinningshafi og Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi Norðurþings. Mynd/epe

Bókasafnið á Húsavík stóð fyrir Sumarlestri fyrir börn í júni. Leikurinn fólst í því að fyrir hverja heimsókn á Bókasafnið í júní fengu börnin einn stimpil. Eftir tvo stimpla komust börnin í pott sem dregið var úr í lok mánaðarins og voru veglegir vinningar í boði.

Bryndís Sigurðardóttir bókavörður sagði að leikurinn hafi heppnast afar vel en 40 börn voru skráð til leiks og ákveðið hafi verið að verðlauna fyrir mætingu en ekki hvað lesið væri mikið. „Þátttakan fór fram úr öllum væntingum. Það er svo gaman að sjá svona mörg börn á bókasafninu. Enda snýst þetta einmitt um það að börnin finni að bókasafnið er staðurinn þeirra,“ sagði hún og bætti við að hún vildi að bókasafnið væri afdrep fyrir börnin, burt séð frá því hvort þau kæmu til að lesa eða gera eitthvað annað.

Nú er sumarlestri júnímánaðar lokið og var haldið upp á það með skemmtilegri uppskeruhátíð 29. júní sl.

Þá var dregið úr pottinum og vinning hlutu:

Hildur Lena Jónsdóttir

Stefán Gunnar Guðmundsson

Aðalsteinn Guðmundsson

Júlía Máney Fannarsdóttir

Einnig voru veitt verðlaun til bókasafnsgests mánaðarins. Það var hún Hekla Ýr Fannarsdóttir sem vann sér svo sannarlega inn þau verðlaun með því að koma 8 sinnum á bókasafnið í júní.

Leikurinn verður endurtekinn í ágúst þegar bókasafnið opnar á ný eftir sumarleyfi.

Nýjast