Þakkir fyrir góðar viðtökur og sjálfboðavinnu

Búðin í Hlyn við Garðarsbraut 44 er opin í sumar á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 16-18. Stefnt er að markaðsdegi síðast í hverjum mánuði.

Fatasöfnun í fatagáma deildarinnar, á Þórshöfn, Kópaskeri, Raufarhöfn, Húsavík og Laugum hefur gengið vel. Sjálboðaliðar Rauða krossins á hverjum stað tæma gámana reglulega og koma fatapokunumí flutning. T.d. hafa gámarnir á Húsavík fyllst vikulega að undanförnu og okkar fólk flutt pokana í vörumóttöku Flytjanda. Fatapokarnir af svæðinu fara í fataflokkun Rauða krossins í Reykjavík. Minnum fólk á að loka pokunum vel þegar þeir eru settir í gámana og hafa ekki of mikið í þeim.

Flytjandi er þátttakandi í fataverkefninu og flytur fötin endurgjaldslaust fyrir Rauða krossinn. Starfsmenn Flytjanda eiga þakkir skildar fyrir mikla aðstoð og velvild. Norðlenska á Húsavík hefur einnig um árabil gefið stóra pappakassa undir fatapokana.

Við í framkvæmdaráði Rauða krossins í Þingeyjarsýslu þökkum velvild íbúa, sjálfboðaliðum Rauða krossins og öðrum sem aðstoða okkur í fataverkefninu fyrir vel unnin störf.

Halldór Valdimarsson.

Silja Jóhannesdóttir.

Brynja Hjörleifsdóttir.

Nýjast