Svipmyndir frá Þemadögum Borgarhólsskóla

Þemadagar 2016 fóru fram í Borgarhósskóla í síðustu viku. Nemendur unnu ýmis verkefni og sýndu afrak…
Þemadagar 2016 fóru fram í Borgarhósskóla í síðustu viku. Nemendur unnu ýmis verkefni og sýndu afraksturinn á opnu húsi á föstudag. Mynd: epe.

á föstudag sl. fór fram sýning á afrakstri Þemadaga sem farið höfðu fram dagana á undan í Borgarhólsskóla. 

Kennsla var með óhefðbundnum hætti þessa daga og nemendum blandað í hópa þvert á aldur. Þemað var samvinna og sköpun og hóparnir fengust við mismunandi verkefni og fannst flestum nemendum mjög gaman að brjóta upp skólastarfið með þessum hætti.

Blaðamaður Vikudags.is leit við á sýningunni og tók nokkrar myndir sem skoða má hér fyrir neðan. Verkefnin sem nemendur fengust við voru eftirfarandi:

Skátar : Skátarnir hjálpa þér um leið, hjálpa þér í neyð.

Rapp : Nemendur búa til myndbönd, rappa, hlusta á tónlist og læra um uppruna rappsins.

Fjölskylda : Rannsaka ýmislegt sem tengist fjölskyldunni, tengsl, þarfir og búa til fjölskylduleikrit.

Brúðuleikhús : Búa til brúður og leikrit og ætla svo að setja upp brúðuleikhús.

Fjölmiðill : Kynna sér fjölmiðla og koma frá sér efni á Fjölmiðlum.

Útvarpsleikrit : Semja útvarpsleikrit og útvarpsþátt, taka upp og útvarpa afrakstrinum.

Garpar : Búa til borðspil og stuttmynd.

Ævintýrahópur : Leika ævintýri, semja skriflegt ævintýri, myndasögu ævintýri, breyta gömlum ævintýrum og búa til ný, gera skoðunnarkönnun um uppáhalds ævintýri nemanda skólans.

Íþróttafélag : Búa til nýtt íþróttafélag.

Fuglavinir : Allskonar verkefnavinna um fugla.

Hjálparsamtök : Búa til eigin hjálparsamtök, Samtök Hálfsvangra Barna Í Borgarhólsskóla. Einnig aðstoða þau í Hvammi, leikskólanum Grænuvellir og Miðjunni.

Teiknimyndasögur : skoða, teikna og búa til teiknimynda fígúrur og sögur.

Þemadagar 2016

 

Þemadagar 2016

 

Þemadagar 2016

 

Þemadagar 2016

 

Þemadagar 2016

Nýjast