Strandamaður með óbilandi áhuga á sjávarútvegi og fjármálum

Stefán Bjarni Gunnlaugsson.
Stefán Bjarni Gunnlaugsson.

Vikublaðið heldur áfram að fjalla um vísindafólkið í Háskólanum á Akureyri og að þessu sinni er það Stefán Bjarni Gunnlaugsson dósent við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa að íslenskum sjávarútvegi og fjármálamörkuðum en kennslan snýr aðallega að fjármálum. „Um er að ræða hagnýt námskeið sem gagnast mörgum. Kennt er um fjárfestingar, fjármagnskostnað, skuldabréf og hlutabréf,“ segir Stefán.

Þessa dagana er Stefán í rannsóknarleyfi og sinnir því einungis rannsóknum. Rannsóknarefnið haner útblástur íslensks sjávarútvegs og hvað hefur áhrif á hann. Að auki er hann að ganga frá grein um íshlutfall í íslenskum sjávarútvegi.

Í doktorsverkefni sínu fór Stefán yfir þróun íslensks sjávarútvegs síðustu áratugi[SH1] . Einkum var horft á fjárhagslega hlið atvinnugreinarinnar. „Merkilegar niðurstöður eru að mikil renta hefur orðið til í greininni síðustu áratugi en stór hluti af rentunni hefur farið til þeirra sem selt hafa strandveiðarnar sérstaklega. Þar kom á óvart að hlutfallslega var minna um slys þar sem fólk meiðist við strandveiðar en við aðrar veiðar á Íslandi,“ segir Stefán.

Hver er Stefán?

Stefán er Strandamaður og fæddur á Hólmavík árið 1970 þar sem hann ólst upp. Þá lá leið hans til Akureyrar þar sem hann lauk stúdentsprófi árið 1990. Á menntaskólaárunum var Stefán á sjó á frystitogara sem og eftir menntaskóla. Hann lauk prófi í sjávarútvegsfræði frá HA árið 1995, MSC prófi í fjármálum og bankastarfsemi frá Stirling University árið 1997. Þá lá leiðhans í fjármálageirann þar sem hann starfaði hjá Landsbankanum til ársins 2003. Stefán hefur starfað við Háskólann á Akureyri síðan þá en hefur einnig verið viðloðandi Íslensk verðbréf í 10 ár. Stefán lauk doktorsprófi frá HÍ í febrúar 2021.

Staðreyndir um Stefán:

-          Ég hef mjög gaman af Eurovision – besta íslenska lagið (og flutningurinn) var Hatari.

-          Ég spila golf, en er lélegur.

 

Nýjast