20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Stigið til hliðar
Spurningaþraut Vikublaðsins #17
-
Norðurland eystra hefur upp á margar náttúruperlur að bjóða, hver þeirra er á meðfylgjandi mynd hér að ofan?
-
Jónas Hallgrímsson er mikilvægur menningarsögu Íslendinga enda er Dagur íslenskrar tungu á fæðingardegi skáldsins. En hver er fæðingarstaður Jónasar?
-
Sala ríkisins á hlut í Íslandsbanka hefur verið á milli varanna á fólki undanfarið en hvað heitir bankastjórinn sem steig til hliðar eftir að í ljós kom að lög hefðu verið brotin við söluna?
-
Annað mál hefur verið að gera allt vitlaust upp á síðkastið en það er Lindarhvolsmálið svo kallaða. Nýverið birti þingmaður Pírata greinargerð sem mikil leynd hefur hvílt yfir og nú vilja stjórnarandstöðu þingmenn að þing verði kallað saman til að tala um þessa greinargerð. En hver var það sem vann og skilaði af sér þessari umdeildu greinargerð?
-
Strákarnir í ensku úrvalsdeildinni (e. Premier League) í fótbolta eru nú óðum að snúa til sinna liða eftir sumarfrí til að æfa fyrri komandi leiktíð. Hvaða þrjú lið unnu sér sæti í þessari deild hinna bestu í lok síðasta tímabils?
-
En hvaða lið féllu úr deild hinna bestu á Englandi?
-
Hver er gjarna nefndur faðir atómsprengjunnar?
-
Nýjasta æðið á Íslandi í dag er svo kallað Zipline. Þar er fólki boðið að festa sig á vír og renna sér á honum yfir mismunandi stórt svæði. Eitt fyrirtæki bíður upp á slíkar svaðilfarir en hvað heitri fyrirtækið?
-
Tortola var um tíma einn vinsælasti áfangastaður íslenskra peninga og er ef til vill enn. En hvaða heimsálfu tilheyrir eyjan?
-
Jarðhræringar og eldgos hafa hrist aldeilis upp í daglegu lífi suðurnesjafólks undanfarið. En hvað heitir bæjarstjórinn í Grindavík?
---
Svör:
- Ásbyrgi. Myndin er fengin af láni af síðu Visit North Iceland.
- Að Hrauni í Öxnadal.
- Birna Einarsdóttir.
- Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi.
- Burnley, Sheffield United og Luton Town.
- Leicester City (18.), Leeds United (19.) og Southampton (20.).
- J. Robert Oppenheimer.
- Það heitir einfaldlega Zipline Akureyri.
- Norður Ameríku.
- Fannar Jónasson.