Steypustöð frá Súluvegi að Sjafnarnesi
Í nokkur ár hefur verið unnið að því að finna starfsemi steypustöðvar sem hefur verið staðsett við Súluveg á Akureyri nýjan stað.
Nú liggja fyrir drög að samkomulagi sem meðal annars fela í sér að gert er ráð fyrir að starfsemin flytji á nýja lóð við Sjafnarnes 9.
Samhliða uppbyggingu á nýrri lóð mun starfsemi steypustöðvar við Súluveg hætta. Skipulagsráð Akureyrar fjallaði um málið á fundi nýverið og lagði til við bæjarstjórn að lóð við Sjafnarnes 9 verði úthlutað til Malar og sands án auglýsingar þegar samningur hefur verið undirritaður.