20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Steiktur fiskur sem alltaf hittir í mark
„Það eru auðvitað mikil forréttindi að hafa gott aðgengi að fyrsta flokks hráefni, auk þess sem fiskur er alltaf vinsæll hérna í mötuneytinu,“ segir Theodór Haraldsson matreiðslumeistari í mötuneyti ÚA. Hann gefur lesendum heimasíðunnar uppskrift að steiktum fiski sem reglulega er á boðstólum í mötuneytinu.
Áhersla á fisk
„Þetta er stór vinnustaður og eðli málsins samkvæmt er smekkur fólks misjafn en þessi fiskréttur fær alltaf góða dóma hjá starfsfólkinu. Við getum sagt að uppskriftin sé klassísk og hún er alls ekki flókin. Með fiskinum höfum við remúlaði og brúnaðan lauk. Okkur finnst sjálfsagt að leggja áherslu á fiskinn, enda topp hráefni á allan hátt og hollt. Þetta er sem sagt réttur sem hittir alltaf í mark,“ segir Theodór.
Hægt að leika sér með þorsk
„Hérna í ÚA er verið að vinna afurðir fyrir kröfuharða viðskiptavini, meðal annars helstu verslunarkeðjur Evrópu. Það er stór kostur að geta farið niður í vinnsluna og náð í brakandi ferskt hráefni, enda er hérna fiskur á boðstólum tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Oftast verður þorskur fyrir valinu, enda er hægt að leika sér með þorskinn á svo margvíslegan hátt. Það þarf að passa sérstaklega að ofelda ekki fiskinn, þá verður hann heldur þurr. Og ef fólk er að elda fisk í ofni er gott ráð að lækka hitann og kynda ofninn svo vel skömmu áður en safaríkur fiskurinn er borðinn á borð.