Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings í úthlutunarstuði

Húsavík.
Húsavík.

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings fyrr í vikunni lagði ráðið til við sveitarstjórn að sex lóðum á Húsavík yrði úthlutað til nýbygginga íbúðahúsnæðis.

Lóðirnar eru í Urðargerði, Hraunholti og Stakkholti. Alls er fyrirhugað að byggja einbýlishús og fimm fjögurra íbúða fjölbýlishús á þessum lóðum. Einnig samþykkti ráðið byggingaráform fyrir frístundahús á einni lóð í Kelduhverfi.

„Ráðið hefur ekki lagt til úthlutun á svo mörgum lóðum á einum fundi í mörg ár og það verður gaman að fylgjast með framkvæmdum á þessu svæði næstu mánuði,“ segir í tilkynningu á vef Norðurþings.


Athugasemdir

Nýjast