Skemmtilegasta biðskýlið í bænum

Ekki slæmt vera á þessari biðstöð í bænum. Þarna er kaffi, sherrý,  útsaumuð mynd og hægt að grípa í Þingeyskt loft Jóns frá Garðsvík, kexdúnkur jafnvel!  Hvert smáatriði er með og á réttum stað bara eins og hjá frænku gömlu í ,,Gilsbakkaveginum“ forðum daga!

 Hvaða snillingur/ar standa fyrir þessu veit vefurinn ekki líklega ,,sjálfssprottið" en takk til þeirra fyrir að kalla fram bros hjá okkur hinum.

 

Fólki þarf ekki að leiðast biðin í þessu skýli.

Skemmtilegt framtak.

Nýjast