20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Skemmtileg heimsókn Hollvina Húna í Lögmannshlíð
Þeir komu ekki tómhentir félagarnir i Hollvinum Húna þegar þeir s.l. föstudag mættu í heimsókn i Öldrunarheimilið Lögmannshlíð. Félagarnir höfðu meðferðis líkan af Húna ll Hu 2 sem smíðað var fyrir hollvini á s.l ári. Er þetta í kjölfar þess að fyrrum sjómenn ÚA afhentu á dögunum Dvalarheimilinu Hlíð glæsilegt líkan af Stellunum svokölluðu, skipi ÚA og verða skipslíkönin til sýnis hjá heimilisfólkinu næstu mánuði.
Heimisfólkið á Lögmannshlíð kunni vel að meta heimsókina
Athöfnin á Lögmannshlíð á föstudaginn var var einkar falleg og Þorsteinn Pétursson (Steini Pé). sem er einn mesti Hollvinur Húna sem til er fór yfir sögu skipsins í máli og myndum. Það er einkar falleg hugsun sem liggur að baki þessu verkefni á báðum heimilunum í huga sjómanna og hún er uppfull af þakklæti til þeirrar kynslóðar dvelur nú áður nefndum heimilinu. Það kom berlega í ljós að heimilisfólkið var þakklátt fyrir framtakið og ekki síður starfsfólkið sem finnst þetta framtak sjómannanna til mikillar fyrirmyndar.
Steini Pé fór yfir sögu Húna, Elvar Þór, völundur var til halds og trausts.
Það er nú einu sinni svo að það fólk sem nú dvelur á elliheimilunum var einmitt burðarstoðin í atvinnulífi bæjarins þegar þessi skip er um ræðir voru hér í rekstri og smíðum eins og Húni sem smíðaður var í skipasmíðastöð KEA árið 1963.
Það er vilji og ætlun sjómanna á Akureyri að halda áfram að sýna og segja sjómannasögur og endurgjalda uppeldið sem þeir fengu frá íbúunum á Hlíð og Lögmannshlíð.