Skarpur kemur út í dag

Ef þú ert ekki áskrifandi þarftu ekki að örvænta, blaðið er til í flestum betri matvöruverslunum á H…
Ef þú ert ekki áskrifandi þarftu ekki að örvænta, blaðið er til í flestum betri matvöruverslunum á Húsavík. Mynd/epe

Í Skarpi sem kemur út í dag er fjölbreytt og skemmtilegt efni. Opnuviðtalið að þessu sinni er við Lindu Birgisdóttur og Baldur Kristinsson en þau segja frá veikindum sonar síns Ívars Hrafns sem fæddist í desember á síðasta ári. Hann hefur glímt við erfið veikindi og grendist nýlega með sjaldgæfan lifrarsjúkdóm. Fjölskyldan er nú að búa sig undir að þurfa fara til Svíþjóðar í haust þar sem drengurinn mun fá nýja lifur. Viðtalið er umfangsmikið og mun birtast í tveimur hlutum, fyrri hlutinn nú og síðari hlutinn að viku liðinni.

Það er ýmislegt fleira í Skarpi vikunnar:

- Atvinnulífið er á sínum stað, þar er fjallað um ostrurækt Víkurskeljar en fyrsta uppskera er væntanleg í sumar hjá fyrirtækinu.

- Völsungur vikunnar er á sínum stað

- Leifur Þorkelsson er matgæðingur Matarkistu Skarps

- Skarpur tekur saman kostnað við kosningabaráttu framboðanna sem buðu fram til sveitarstjórnar Norðurþings. Þrjú framboð hafa veitt upplýsingar.

- Rætt er við listakonu frá Katalóníu sem opnaði í vikunni myndlistasýningu í Hvalasafninu á Húsavík. Þema sýningarinnar er… Jú þú giskaðir á það,- Hvalir! Þetta og ýmislegt fleira í Skarpi í dag. Tryggðu þér áskrift með því að smella hér eða með því að hringja í 464-2000 eða 460-0750. Einnig má senda tölvupóst á skarpur@skarpur.is

Nýjast