Skarpur kemur út í dag
Meðal efnis í Skarpi sem kemur út í dag eru tvö ítarleg viðtöl við kjarnakonur með tengingu við Húsavík. Annars vegar er opnu viðtal við Kaylu Grimsley, þjálfara kvennaliðs Völsungs. Hún hefur heast mjög af Íslandi og gæti vel hugsað sér að setja hér að. Hún segir það mjög gefandi að sjá ungar knattspyrnukonur bæta sig og smella saman sem lið.
- Hins vegar er langt viðtal við Elsu Maríu Jakobsdóttur en hún sýndi stuttmynd sýna, Atelier á virtri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Tékklandi á dögunum. Þá telur hún að konur í kvikmyndabransanum þurfi að leggja meira á sig en karlar til að sanna sig. „Áhuginn vaknaði alveg örugglega fyrst við að liggja yfir spólum á Billanum hjá Krilla á Húsavík og svo síðar þegar Cult vídjó var og hét. Ótrúlegt að slík leiga og menningarstofnun hafi verið starfrækt á Húsavík en þá fór ég að skilja að bíó var ekki bara afþreying heldur að það voru til myndir sem höfðu sterka rödd og höfundareinkenni leikstjóra,“ segir Elsa Marí m.a.
- Steinsteypir ehf. og fleiri einkaaðilar hafa lýst yfir áhuga á að kaupa Leigufélagið Hvamm ehf. sem leigir út íbúðir til eldri borgara að Útgarði 4. Fjallað er um málið í blaðinu þar sem rætt er við Kristjá Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. „Það er hluthafasamkomulag um að auglýsa og selja félagið ef viðunandi tilboð berst þá í hlutafé,“ segir hann m.a.
- Daníel Guðjónsson lét nýverið af störfum yfirlögregluþjóns á Akureyri, því er gert skil í blaðinu.
- Hjónin Birna Kristín Friðriksdóttir og Guðbergur Egill Eyjólfsson hafa nýlega opnað Húsdýragarðinn Daladýrð, sem staðsettur er í Brúnagerði Fnjóskadal.
- Ferðalag tunglfara um svæðið, Þingeyingur í þaula, gjaldfrjáls grunnskóli og margt fleira í blaði vikunnar. Áskriftarsíminn er 464-2000. Einnig er hægt senda póst á skarpur@skarpur.is eða smella hér
- Skarpur, 6. júni 2017