Skarpur er kominn út

Ef þú ert ekki áskrifandi þarftu ekki að örvænta, blaðið er til í flestum betri matvöruverslunum á H…
Ef þú ert ekki áskrifandi þarftu ekki að örvænta, blaðið er til í flestum betri matvöruverslunum á Húsavík. Mynd/epe

Í Skarpi sem kom út í dag og verið er að bera út til áskrifenda er sitthvað af efni og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Opnuviðtalið er við ungt par frá Þýskalandi sem settist að á Húsavík fyrir þremur árum. Þau unnu nýlega hugmyndasamkeppni EIMS um nýtingu jarðvarma til framleiðslu á matvælum eða næringarefnum. Sigurhugmynd þeirra gengur út á að rækta skordýr til framleiðslu á fóðri fyrir fiskeldi.

- Matarkistan klikkar ekki frekar en endranær, í þetta sinn er það Peddi sem heldur veislu fyrir bragðlauka lesenda

- Oddviti Framsóknar & félagshyggju í Norðurþingi svarar greinum tveggja oddvita meirihlutans í síðasta blaði.

- Rætt er við Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttir um doktorsverkefni hennar um  „áhrif nærsamfélagsins á ungar konur í sjávarbyggðum”

- Rætt er við fulltrúa minnihlutans í sveitarstjórn Norðurþings um málefnasamning meirihlutans

- Atvinnulífið er á sínum stað, þar er farið ítarlega yfir stöðu og horfur í fataverslun á Húsavík

- Sagt er frá vel heppnaðri Sólstöðuhátíð á Kópaskeri

Þetta og sitthvað fleira. Tryggðu þér áskrift með því að smella hér eða með því að hringja í 464-2000 eða 460-0750. Einnig má senda tölvupóst á skarpur@skarpur.is

Skarpur 2517

Nýjast