Síðustu forvöð í bólusetningu fyrir sumarfrí

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

HSN fær um 4000 skammta af bóluefni í vikunni. Pfizer bóluefnið verða m.a. nýtt í seinni bólusetningu þeirra sem fengu Pfizer bóluefni 9. júní og fyrr. Tekið verður hlé á fyrri bólusetningum með Pfizer fram í ágúst. Nokkrar undantekningar verða þó á því í næstu viku fyrir 18 ára og yngri.

Astra Zeneca bóluefnið mun eingöngu verða notað fyrir seinni bólusetningu. Janssen bóluefni verður notað samkvæmt auglýstri opnun. Segir á vef HSN að mikilvægt sé að fólk mæti í sínar seinni bólusetningar þegar þær eru boðaðar.

„Við gerum ráð fyrir að seinni bólusetningar verði búnar um og eftir miðjan júlí og þá verður hlé á bólusetningum að jafnaði fram í miðjan ágúst. Bólusetningar verða þá með breyttu sniði og verður fyrirkomulagið og nánari dagsetning auglýst þegar nær dregur,“ segir í tilkynningu.

Bólusetningar fara fram á Slökkvistöð Akureyrar. Fimmtudaginn 1. júlí verður opinn dagur með Janssen bóluefni frá kl: 9-11 og geta þeir sem eru 18 ára og eldri komið í bólusetningu og eru þetta síðustu forvöð fyrir sumarfrí að fá bólusetningu. „Ráðleggjum við þeim sem vilja fá bólusetningu fyrir sumarfrí að koma þennan dag.“

Nýjast