Sextugur í besta formi lífs síns
Sigurkarl með verðlaunin eftir sigur í Evrópukeppninni. Jafnaldrar hans mega minna sig á að svona formi er hægt að vera í 60 ára!
Sigurkarl Aðalsteinsson hefur aldrei verið í betra formi en hann fagnaði 60 ára afmæli sínu þann 3. apríl sl. Sigurkarl, eða Siddi eins og flestir Akureyringar þekkja hann, gerði sér lítið fyrir og varð Evrópumeistari í vaxtarrækt á dögunum.
Hann var þar með fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim áfanga. Mótið fór fram á Spáni og keppti Sigurkarl í undir 75 kílóa flokki í flokki 55 ára og eldri. Sigurkarl hefur búið í Noregi undanfarin ár og líkar vel lífið úti.
Vikudagur sló á þráðinn til Sidda. Hægt er að nálgast viðtalið í prent-eða netútgáfu blaðsins, með því að smella hér er hægt að gerast áskrifandi.