Sex leikmenn framlengja við Völsung

Leikmannahópurinn við undirskrift í gær. Mynd: Völsungur.is
Leikmannahópurinn við undirskrift í gær. Mynd: Völsungur.is

Völsungur er í óða önn að klára samningsmál við leikmenn sína. Í gærkvöldi skrifuðu 6 meistaraflokksleikmenn undir nýja samninga við félagið og verða því grænir áfram þegar fótboltavertíðin hefst í vor.

„Mikil gleði ríkir eftir að öflugir heimastrákar sýndu uppeldisfélagi sínu tryggð með undirskriftunum í dag. Um er að ræða nokkuð leikreynda kappa, þrátt fyrir nokkuð breitt aldursbil, sem eiga það sameiginlegt að vilja alltaf ná lengra og bæta sig og sitt lið. Með samningunum staðfesta þessir öflugu leikmenn trú sína á því góða starfi sem unnið er hjá Völsungi og auðvitað að sama skapi leggur félagið traust sitt á leikmennina og gerir miklar væntingar til þeirra,“ segir á heimasíðu félagsins.

Samningarnir gilda til tveggja ára. Enn fremur segir að samningamál félagsins við núverandi leikmenn séu komin langt með að klárast.

Leikmennirnir sem skrifuðu undir í gærkvöld eru:

Guðmundur Óli Steingrímsson, Elvar Baldvinsson, Sindri Ingólfsson, Ásgeir Kristjánsson,

Arnþór Hermannsson og Eyþór Traustason. 

Nýjast