20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Sala hafin á vetrarkortum í Hlíðarfjall
Sala á vetrarkortum á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri er hafin og býðst fólki að kaupa kortin á 23% afslætti ef þau eru keypt á netinu fyrir 1. desember nk. Á vef Akureyrarbæjar er haft eftir Guðmundi Karli Jónssyni, forstöðumanni í Hlíðarfjalli, að þetta sé meðal annars gert til að hita upp fyrir veturinn og koma fólki í gírinn en einnig til að flýta fyrir afgreiðslu vetrarkortanna þegar snjórinn loks fellur.
Alla jafna er skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað um mánaðamótin nóvember/desember og er stefnt að opnun þann 28. nóvember ef aðstæður leyfa. Svæðið verður opið til 22. apríl næsta vor en það er að jafnaði opið í um 110 daga á ári hverju.
Hægt er kaupa vetrarkortin á www.hlidarfjall.is