Regnbogabraut á Húsavík formlega opnuð í dag

Regnbogabraut verður opnuð formlega klukkan 15 í dag. Mynd/Norðurþing
Regnbogabraut verður opnuð formlega klukkan 15 í dag. Mynd/Norðurþing
Húsavíkingar fá sína eigin göngugötu en ákvörðun var tekin um það í sveitarstjórn fyrir skemmstu að hluti Garðarsbrautar yrði við sérstök tilefni lokað fyrir bílaumferð til að skapa skemmtilega stemningu og auðga mannlífið.  
 
Í nótt sem leið varð neðsti hluti Garðarsbrautar á Húsavík, milli Garðarshólma og Leikhússins, að Regnbogabraut. Það var Brynjar í Bæjarprýði/Heimamönnum sem sá um málun götunnar í samstarfi við Vegamálun GÍH. Þeir hófust handa við undirbúning kl. 17 í gær og luku verki kl. 04 í nótt. Þessi hluti Garðarsbrautar er lokaður fyrir umferð af og til og gerður að göngugötu.
 
Í dag verður föstudagsfjör frá kl. 15-17, verslanirnar opnar, veitingasala, útileikir og Einar Óli spilar fyrir gesti og gangandi. Heimamenn og gestir eru hvattir til að taka myndir af sér við Regnbogabraut og merkja á facebook #husavik #husavikmyhometown #visithusavik

Nýjast