20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Rándýr spurningaþraut
Spurningaþraut Vikublaðsins #4
-
Hvað heitir karlinn á myndinni hér fyrir ofan?
-
Yngismeyjardagur er frídagur á Íslandi en hvaða annað heiti (mun algengara) höfum við yfir þennan dag?
-
Hvaða mánuður í gamla norræna tímabilinu hefst þennan dag?
-
Hræddur flýr þó… Þó hvað?
-
Hvaða rándýr sem lifir villt á Íslandi ber latneska heitið Alopex lagopus?
-
„Hver á sér meðal þjóða þjóð,/ er þekkir hvorki sverð né blóð/ en lifir sæl við ást og óð/ og auð, sem friðsæld gaf?“ Hver orti?
-
Hver er framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar?
-
Hvaða ár var fyrsta leiksýningin sett á fjalir Samkomuhúss Akureyrar?
-
En hvaða leikverk var það?
-
Hvaða ár fékk Húsavík kaupstaðarréttindi? Hér má skeika tveimur árum til eða frá.
Aukaspurning:
Drengurinn á myndinni hér fyrir neðan er reyndar fullorðinn í dag og heldur meðal annars úti vinsælum hlaðvarpsþáttum. Hvað heitir maðurinn?
---
Svör
-
Matthías Jochumsson.
-
Sumardagurinn fyrsti.
-
Harpa.
-
Enginn elti.
-
Tófa eða Melrakki, ætli ég gefi ekki rétt fyrir ref líka þó það finnist fleiri tegundir refa.
-
Hulda skáldkona.
-
Eva Hrund Einarsdóttir.
-
Frumsýningin var 20. janúar 1907.
-
Ævintýri á gönguför.
-
Húsavík hlaut kaupstaðarréttindi 1.janúar 1950, þannig að rétt telst allt frá 1948-1952.
Svar við aukaspurningu:
Illugi Jökulsson heitir maðurinn, rithöfundur og blaðamaður á Heimildinni. Þar heldur hann meðal annars úti spurningaþraut og hefur gert lengi. Það má segja að þaðan sé hugmyndin komin að bjóða upp á spurningaþraut í Vikublaðiðinu.
Hér má finna fyrri spuringaþraut #3
Hér má finna næstu spurningaþraut #5