Pollurinn á Akureyri drulluskítugur
Eins og sjá má á myndinni fyrir ofan er Pollurinn á Akureyri vel drullugur. Á Norður- og Austurlandi hefur verið töluverður hiti undanfarna daga og hefur það komið af stað miklum vatnavöxtum.
Fram kemur á vef Rúv að margar ár og lækir á svæðinu séu kraftmiklar og kakóbrúnar. Þessu fylgja vandræði víða en á Norðurlandi hafa bæði Hörgá og Fnjóská flætt yfir bakka sína. Þá er mjög mikið vatn í Glerá sem rennur í gegnum Akureyri.
Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Rúv ástæðu til fylgjast vel með ám og lækjum á svæðinu.