20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju
Það verður gleði og góður söngur á Óskalagatónleikum Óskars, Ívars og Eyþórs Inga sem lemur á nótnaborðið
Föstudaginn 2. ágúst nk munu söngvararnir Óskar Pétursson og Ívar Helgason og hljóðfæraleikarinn Eyþór Ingi Jónsson halda óskalagatónleika í Akureyrarkirkju
Vinirnir þrír vinna náið saman allt árið, oftast við erfiðar aðstæður en um verslunarmannahelgi á hverju ári sleppa þeir sér aðeins og gera að gamni sínu um leið og þeir flytja óskalög tónleikagesta. Tónleikagestir fá í hendur mjög langan lagalista og hægt er að kalla upp þau lög sem tríóið á að flytja. Mikið líf og fjör hefur einkennt þessa tónleika í gegn um árin, en óskalagatónleikar hafa verið haldnir í Akureyrarkirkju með einum eða öðrum hætti í hátt í 20 ár.
Tónleikarnir hefjast kl. 20, húsið opnar kl. 19.15 og miðaverð er 4500 kr