20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Ómetanlegur starfskraftur
Sendiherra Evrópusambandsins, Lucie Samcová-Hall Allen, veitur Halldóri Mikael vottorð um lok starfsnáms. Mynd: Aðsend
Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi hefur þakkað Halldóri Mikael Halldórssyni ungum Akureyringi fyrir frábær störf, en Mikael lauk nýlega störfum sem starfsnemi í Stjórnmála- og upplýsingadeild Sendinefndarinnar.
Sem starfsnemi sá Mikael um málefnum sem sneru m.a. að Alþingi, EES samningnum, styrkveitingum úr nýsköpunar- og rannsóknarsjóðum ESB til verkefna á landsbyggðinni, samfélagsmiðlum og vann einnig að skipulagningu viðburða, o.fl.
„Mikael hefur verið ómetanlegur starfskraftur,“ segir á vefsíðu sendinefndarinnar sem óskar honum alls hins besta.