Nýtt Sportveiðiblað komið út

Nýtt Sportveiðiblað er komið út.
Nýtt Sportveiðiblað er komið út.

Út er komið 2 tbl 42 árgangs af Sportveiðiblaðinu,  meðal efnis er viðtal við Jón Þorstein Jónsson sem  segir líflegar sögur  af ferð í Svalbarðsá í Þistilfirði þá frægu stórfiska á svo dæmi sé tekið en annars eru sögurnar  margar og góðar hjá honum. 

Góð staðarlýsing er í blaðinu á þeim ,,systrum” Staðarhólsá og Hvolsá í Dölunum,  gullfallegar ár sem undirritaður hefur heimsótt  í eftirminnilegum túr.  Það er Rögnvaldur Guðmundsson sem skrifar leiðsögnina en hann þekki mjög vel til  á þessum slóðum.

Brynjar Úlfur Morthens segir frá fyrstu ferð sinni í Laxá í Aðaldal en hann gjörsamlega féll fyrir ánni og umhverfi hennar lái honum hver sem vill.

Lokakastið á svo Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Blaðið er 116 bls. prentað á vandaðan pappír sem skilar myndum afar vel.

Nýjast