Nýtt „Óskarinn heim“ myndband komið í loftið

Húsvíska Ósakarsherferðin hefur slegið í gegn.
Húsvíska Ósakarsherferðin hefur slegið í gegn.

Frétta­blaðið frum­sýndi rétt í þessu nýtt mynd­band sem unnið var í til­efni Óskars­herferðar Hús­víkinga. Með myndbandinu er Óskar­sakademían ameríska hvött til að veita laginur Husa­vik – My Home Town úr myndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga með Will Ferrell og Rachel M­cA­dams í aðal­hlut­verkum; verðlaunin í flokki frumsaminna laga.

Sigurður Illugason  fer sem áður fyrr með hlutverk Óskars Óskarssonar og í þetta sinn býður Óskar til veislu. Olaf sem betur er þekktur sem Ja Ja DingDong gaurinn úr myndinni fær aukið vægi í nýju myndinni en hann er leikinn af Hannesi Óla Ágústssyni.

Örlygur Hnefill Örlygsson, einn af skipuleggjendum herferðarinnar  sagði í samtali við Vikublaðið þegar fyrra myndbandið að umræður um óskarstilnefningu hafi farið af stað um leið og myndin kom út og honum hafi þótt borðleggjandi að búa til smá hvatningu fyrir Óskars akademíuna.

Vikublaðið ræddi aftur við Örlyg rétt í þessu og sagði hann að myndbandið hafi nú þegar fangað athygli erlendra fjölmiðla rétt klukkustundar gamalt. Hann boðaði jafnframt að myndbandinu yrði fylgt eftir næstu vikur. „Kosning fyrir verðlaunin hefst á föstudag eftir viku og verður opin í eina viku. Við munum því verða mjög áberandi á samfélagsmiðlum á næstunni og vonandi tekst okkur að hjálpa laginu í kosningunni,“ sagði Örlygur.

 

Nú verður spennandi að sjá hvort myndbandið hjálpi til við að ná Óskarnum heim til Húsavíkur.

Nýjast