Nýjar rannsóknir um svifryk
Ég rakst á grein í blaði ekki alls fyrir löngu, sem bendir til þess að svifryk og rannsóknir tengdar því segi til um að útblástur frá bílum sé ekki aðal orsakavaldur loftmengunar bæði hér í bæ og annars staðar og einnig hafa naglar í dekkjum bíla verið taldir mikill skaðvaldur ekki síst hér á Akureyri og mikið hamrað á því.
Nú er komið upp úr kafinu samkv. rannsóknum að skaðvaldurinn er dekkin sjálf og einnig bremsurnar og er þar um að ræða verulega uppsprettu öragnamengunar og einnig þegar að rafbílar eiga í hlut svo útblástur og naglar í dekkj um hafa þar miklu minna að segja. Þetta hefur opinber bresk sérfræð inganefnd, sem fjallar um loftgæði kallað eftir því að viðurkennt verði að dekk, bremsur og vegir séu uppspretta öragnamengunar og jafnvel þegar rafbílar eru annars vegar því nefndin telur að öragnalosun rafbíla geti jafnvel verið verri en frá sambærilegum bensín eða dísilbílum.
Þá þykir tímabært að skoða ekki bara hvað úr púströrinu kemur heldur líka ör agna mengunina frá sliti á dekkjum og bremsum. Sem stendur gilda heldur engar reglur um mengun frá dekkjum bíla því raun veruleikinn mun trúlega vera sá að hlut fallslega mjög fáir bílar eru á dekkjum með réttum loftþrýstingi, sem líklega þýðir að að önnur losun frá bílum en í útblæstri gæti verið miklu verri en raun ber vitni. Mikið er skelfilegra að á meðan losun á útblæstri bíla hefur sætt ströngum reglum um árabil gilda engar reglur um dekkin því með vaxandi sölu á þyngri jeppum og rafgeymisdrifnum rafbílum er önnur losun en úr púströr inu verulegt vandamál segi í útskýr ing um.
Að lokum segir í viðkomandi prófunum að leitt hafi í ljós að átakanlega mikil öragnamengun stafi frá dekkjum jafnvel þúsund sinnum meira (eins og sagt er) og verri en frá útblæstri vélarinnar.