,,Nú tæknin geggjuð orðin er”

Frá Grobbholti í gærkvöldi.   Mynd Kúti
Frá Grobbholti í gærkvöldi. Mynd Kúti

Það má nokkuð víst telja að kynni kynbótahrúturinn Kolbeinn frá Grobbholti magnaðan texta Ómars Ragnarssonar sem hann orti  fyrir mörgum áratugum og nefndi Árið 2012 væri Kolbeinn að jarma þennan brag,  liklega ólundarlega. Vilhjálmur Viljhálmsson flutti  þennan texta listavel  og sannfærandi  

Á meðfylgjandi myndi er verið að sæða á Stórbúinu Grobbholti í gærkvöldi. 

Tveir stórbændur á Tjörnesi voru fengnir í verkið enda tekur á að sæða stóru kindurnar á fjárræktarbúinu.

Þetta eru þeir Halldór Sigurðsson frá Syðri Sandhólum sem er að sæða og Jónas Jónasson bóndi á Héðinshöfða sem heldur í kindina um leið og hann róar kynbótahrútinn Kolbeinn sem finnst að sér vegið enda vanur að sjá um ærnar í Grobbholti en nú eru breyttir tímar eins og myndin ber með sér.

Eða bara ,,tæknin geggjuð orðin er, gömlu dagana gefðu mér”!

 

Nýjast