Norðurorka veitir samfélagsstyrk

Mynd frá Norðurorku/ Auðunn Níelsson. 
Norðurorka veitti 7 milljónir króna í samfélagsstyrki til 39…
Mynd frá Norðurorku/ Auðunn Níelsson. Norðurorka veitti 7 milljónir króna í samfélagsstyrki til 39 verkefna og er myndin tekin við afhendingu þeirra í Hofi þar sem styrkþegar eða fulltrúar þeirra komu saman ásamt fulltrúum félagsins.

Norðurorka hefur úthlutað styrkjum til samfélagsverkefna fyrir árið 2022. Styrkirnir eru til menningar- lista, íþrótta- og æsulýðsstarf.

Markmið með styrkjum Norðurorku hf. er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Alls bárust 96 umsóknir, en 39 verkefni fengu styrk að þessu sinni. Heildarfjárhæð styrkja nam 7 milljónum króna. Flestir umsækjendur voru á starfssvæði Norðurorku, en það nær frá Fjallabyggð til Þingeyjarsveitar. Einnig komu nokkrar umsóknir annars staðar frá. Verkefnin voru fjölbreytt og greinilega mikil gróska í samfélaginu á fjölmörgum sviðum segir í tilkynningu frá Norðurorku.

Nýjast