Norðlensk hönnun og handverk i Hlíðarbæ um komandi helgi
Glæsileg sölusýning með vönduðum vörum úr héraði, milliliðalaust úr höndum hönnuða, handverksfólks og sælkerameistara verður í Hlíðarbæ í Hörgársveit um helgina. Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og fagurkeri sem stendur fyrir sýningunni sem er vegleg.
Kristín mun kynna kynna nýjan árgang af dagatölum, kortum o.fl. sem hún gefur út undir merkjum Blúndu og blóma. Auk hennar eru hátt í 20 aðilar sem koma að sýningunni, handverksfólk, hönnuðir og sælkerameistarar. Þátttakendur eru flestir af Eyjafjarðarsvæðin en koma þó víðar að, sem dæmi frá Ísafirði og Þistilfirði og einnig Reykjavík. Góðgerðarfélögverða með glæsilegan kökubasar báða dagana. Að þessu sinni mun Kristín einnig verða með sölu á kertum og fleiru til styrktar barnafjölskyldum á Gaza en hún ásamt fleirum veita aðstoð til 14 ungra fjölskyldna þar.
Kökubasar og danssýning
Þátttakendur á Norðlensk hönnun og handverk eru Blúndur og blóm, BRYN – Design - Draumablá - Gló Inga List - Helena saumar - Höllin verkstæði - Keramikloftið - Kertahúsið - Ósk barnaföt - Scent of Iceland - Sif hannar - Sælusápur – Handgerðar íslenskar heimilisvörur - Ögn Icelandic bækurnar – Öxnhólshandverk. Í sælkerahorni eru Harðfiskverkun Darra – Eyjabiti, Huldubúð, Reykkofinn við höfnina og þá verður Lionsklúbburinn Ylfa með kökubasar á laugardag og Kvenfélag Svalbarðsstrandar sér um kökubasar á sunnudag.
Á laugardag kl. 15.30 mun Hamza, Huthaifa og fleiri sýna palestínskan dans á litla sviðinu. Markaðurinn er opin frá kl. 11 til 17 báða dagana.