13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Norðlendingur vikunnar: Saga Geirdal Jónsdóttir
Saga Geirdal Jónsdóttir leikkona hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli. Á löngum starfsferli hefur hún nánast eingöngu starfað við leiklist á einn eða annan hátt.Hún hóf störf hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1964 og var í hópi fyrstu fastráðnu leikara LA árið 1973. Nokkrum árum síðar fór hún til starfa hjá öðrum leikhúsum sunnan heiða. Hún hefur komið við sögu hjá flestum miðlum sem sinna leiklist. Hún á að baki tugi hlutverka hjá LA, LR, Þjóðleikhúsinu, sjónvarpi, útvarpi og í kvikmyndum. Meðal hlutverka sem hún hefur leikið má nefna kvenhlutverkin í BarPari í Borgarleikhúsinu, Dans á rósum í Þjóðleikhúsinu og Gógó í kvikmyndinni Djöflaeyjunni. Saga er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum...