20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Njáll Trausti skipar annað sæti Sjálfstæðisflokksins
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, verður í öðru sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Kjörið var á kjördæmisþingi flokksins í Mývatnssveit í dag
Fjögur voru í framboði. Njáll Trausti fékk 72 atkvæði. Hann var áður oddviti flokksins í kjördæminu en tapaði því sæti fyrr í dag til Jens Garðars Helgasonar, núverandi aðstoðarframkvæmdastjóra Kaldvíkur.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, sem skipaði annað sætið í síðustu kosningum og komst á þing, fékk 68 atkvæði. Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti flokksins í Múlaþingi og varaþingmaður fékk og Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrum varaþingmaður voru einnig í kjöri.
Kosið er um fimm efstu sætin á listanum á kjördæmisþinginu í dag. Þeim sem ekki ná sæti í tiltekið sæti gefst tækifæri á að bjóða sig fram í það næsta.
Fyrir þingið í dag höfðu Almar Marinósson frá Þórshöfn, Kristinn Karl Brynjarsson frá Reyðarfiðri og Akureyringarnir Jón Þór Kristjánsson, Ketill Sigurður Jóelsson og Telma Ósk Þórhallsdóttir boðið sig fram í þriðja sætið.