Níu splunkuný skilti sett upp í Kjarnaskógi

Sigurður Ormur Aðalsteinsson við eitt af hinum nýju skiltum.   Mynd Skógræktarfélagið
Sigurður Ormur Aðalsteinsson við eitt af hinum nýju skiltum. Mynd Skógræktarfélagið

Níu splunkuný skilti sett upp í Kjarnaskógi

Það er ekki slegið slöku við í Kjarnaskógi ja frekar en fyrri daginn má segja.  Þrátt fyrir endalausa, af því að virðist,  rigningu vippar fólk sér bara í sparibuxurnar  og setur upp skilti um göngu og hjólaleiðir eins og fram kom í skemmtilegri færslu á Facebooksíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga  í gær. 

Færsluna má sjá hér fyrir neðan.

,,Jú það mígrigndi í Kjarnaskógi í allan dag 

Siggi okkar lét það ekki á sig fá, heldur klæddi sig í sparibuxurnar og setti upp níu splunkuný skilti með upplýsingum um helstu göngu og hjólaleiðir á Stór-Kjarnaskógarsvæðinu, skiltarammarnir að sjálfsögðu úr heimabyggð

Takk Sigurður Ormur Aðalsteinsson fyrir drengilega frammistöðu og takk María Tryggvadóttir hjá Akureyrarstofa Visitakureyri fyrir magnað frumkvæði og eftirfylgni 😊

Nýjast