„Nagandi óvissa“ fólksins á Bakka
„Það var undarleg tilfinning að sitja í stólnum á hárgreiðslustofunni og hlusta á Veroniku segja frá raunum sínum og fjölmargra vina sinna sem flestir voru að missa atvinnu sína. Fjölskyldufólk af erlendu bergi brotið sem sest hafði að á Húsvík og er tilbúið til að skjóta niður rótum. Fólk með ungabörn eða börn á leiðinni og margt hvert óttaslegið um að þurfa hverfa af landi brott þrátt fyrir að vera búið að gera fjárfestingar, bílakaup, fasteignakaup og annað slíkt. Fólk óttast að geta ekki losnað við eignir sínar á einfaldan hátt ef það þarf að flytjast búferlum.“
Svo skrifar Egill Páll Egilsson blaðamaður Vikublaðsins sem kynnti sér stöðu starfsfólksins á PCC á Bakka sem sér fram á atvinnumissi og algjöra óvissu. Sjá má ítarlega umfjöllun í prent-og netútgáfu blaðsins.