Myndaveisla frá Stelpuhelgi
Leikfélag Hörgdælinga frumsýndi fimmtudagskvöldið 2. mars verkið Stelpuhelgi eftir Karen Schaeffer í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar. Um er að ræða stórskemmtilegan farsa í þýðingu Harðar Sigurðarsonar, framkvæmdastjóra Bandalags Íslenskra Leikfélaga – og í fyrsta skipti sem verkið er sett upp hérlendis. Sýningar verða á Melum í Hörgárdal.
Myndaveislan hér að neðan er frá frumsýningunni í boði Leikfélags Hörgdælinga: