Mömmur eru bestar

Hjörleifur Hallgríms
Hjörleifur Hallgríms

Þar sem ég er reyndur að því að skipta mér af öllu mögulegu jafnt því, sem mér kemur við og því, sem mér kemur ekki við og geri mér grein fyrir því að ég og allir aðrir eiga rétt á að hafa skoðanir og koma þeim á framfæri hvort, sem er í töluðu máli eða rituðu og þá helst án mikilla gífuryrða. Mér datt því í hug þegar að nýju skipi Samherja var nýlega valið nafnið Björg trúlega í höfuð móður Þorsteins Más, því ekki Björg Finnbogadóttir.

Nú heitir eitt skipa Samherja Baldvin Þorsteinsson eftir föður hans þeim mikla og góða skipstjóra í eina tíð og eiginkona Balda var einmitt skíðadrottningin fyrrverandi Björg Finnbogadóttir margfaldur Akureyrarmeistari og a.m.k. einu sinni Íslandsmeistari fyrir margt löngu. Því spyr ég aftur því var skipið ekki látið heita Björg Finnbogadóttir.

Annað dæmi langar mig  einnig að minnast á hér en það er skipið Anna, sem trúlega heitir eftir móður hins Samherjafrændans þ.e. Kristjáns Vilhelms sonar þeirri ágætu og rómuðu, góðhjörtuðu konu og afhverju var það skip ekki látið heita Anna Krist jánsdóttir. Þar, sem annað skipa Samherja heitir Vilhelm Þorsteinsson eftir mætum mannni og góðum skipstjóra föður Kristjáns, sem ég þekkti af öllu góðu eftir að hafa verið um tíma með honum, sem skipstjóra á síðutogaranum Harðbak á mínum unglingsárum. Kallinn í brúnni var flottur.

Skipin Björg Finnbogadóttir og Baldvin Þorsteinsson annars vegar og Anna Kristrjánsdóttir og Vilhelm Þorsteinsson hinsvegar hefðu sómt sér vel í flota stórútgerðarinnar Samherja, verið stolt Akureyringa og borið nöfn mikils metins fólks hér í bæ svo ég tali nú ekki um stolt þeirra Samherjafrænda. Í framhaldi af þessum vangaveltum mínum voru tvö aflaskip frá Eskifirði skírð Guðrún Þorkelsdóttir og Jón Kjartans son en það eru nöfn foreldra Aðalsteins Jónssonar útgerðarmanns títtnefndur Alli ríki.

Og að lokum skipið Helga Guðmundsdóttir frá Patreks firði var skírt í höfuð móður mikilla aflaskipstjóra að vestan m.a. Jóni, Garðari og Finnboga. Við strákarnir vitum að mamma er alltaf best.

-Hjörleifur Hallgríms

Nýjast