Magnaður dagur á Kerlingu
Gönguklúbburinn 24x24 er hópur fólks sem hefur það sameiginlegt að hafa ástríðu á fjallamennsku og útivist. Aðra hverja helgi ganga þau í 24x24 ert á eitthvert fjallið, en aðalgönguferð félagsins er Glerárdalshringur sem er gengin aðra helgi í júlí ár hvert. Um nýliðna helgi gafst veður til göngu á Kerlingu sem er eins og vel kunngut er 1538 metrar upp í loftið!
Ferð á Kerlingu hafði verið frestað í tvígang en hætt hafði verið í tvígang vegna veðurs en nú var sem sagt lag og það auðvitað nýtt. Þau sem gengu á Kerlingu að þessu sinni voru Hulda Sigurðardóttir, Ragnar Sverrisson, Bóthildur Sveinsdóttir og Sigurjón Bergur Kristinsson, Einar Þór Birgisson, Pétur Ísleifsson og ,,Frænka" eða Svanhvít Ragnarsdóttir . Þau voru með myndavélar á lofti og gáfu góðfúslegt leyfi til þetta að birta nokkrar myndir hér.
Okkur er eiginlega boðið að slást með í för þeirra.