20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Lokahátíð Listasumars á laugardag
Lokahátíð Listasumars verður í Listagilinu á Akureyri á laugardag. Boðið verður upp á karnivalstemningu með alls kyns uppákomum.
Starfandi listamenn í Gilinu taka höndum saman á litríkum laugardegi, efna til hátíðar fyrir alla fjölskylduna frá kl. 14-17 og kalla hátíðina Karnivala.
Meðal þess sem í boði verður er:
- Lúðrasveit
- Ókeypis candy floss
- Candyfloss drottningin verður á staðnum
- Andlitsmálun
- Málað á Karnivölur (steinvölur)
- Lista og handverksmarkaður
- Karnivölutónlist
Klukkan 17 hefjast síðan ókeypis tónleikar í tónleikaröðinni Mysingur í portinu á bak við Listasafnið. Þar koma fram REA og The Cult Of One. REA er tónlistarkona frá Sviss sem semur og spilar tilraunakennda popp- og listatónlist. The Cult Of One er eins manns hljómsveit Henriks Björnssonar sem hefur gert það gott með Singapore Sling og Dead Skeletons. Henrik spilar kraftmikið bílskúrsrokk með hollow body gítar og trommuheila.
Athugið að Listagilið verður lokað fyrir umferð ökutækja þennan dag frá kl. 11-18. Þó verður hægt að komast að bílastæði efst í Listagilinu.